PRODUCT hugverkaþjónusta sérhæfir sig í því að veita viðskiptavinum sínum hágæða þjónustu til verndar hugverkaréttindum þeirra. Boðið er upp á víðtæka umsýsluþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga á sviði vörumerkja, hönnunar, einkaleyfa, höfundaréttar og léna.

Þjónustan felst m.a. í því að útbúa og aðstoða við umsóknir fyrir slík réttindi bæði hérlendis sem erlendis , umsýslu við að endurnýja slík réttindi, sjá um samningagerð við hagnýtingu slíkra réttinda og tryggja vernd slíkra réttinda með lögbanni, öðrum lögvörðum ráðstöfunum og með málflutningi fyrir dómstólum.

Þá er einnig boðið uppá tengda þjónustu fyrir upplýsingatæknifyrirtæki, svo sem Escrow varsla á viðkvæmum upplýsingum, hugbúnaði eða tæknibúnaði.

Ef að þú eða fyrirtæki þitt kann að þurfa aðstoð við að standa vörð um hugverkaréttindi ykkar, þá hafið endilega samband.

Ægir Guðbjarni Sigmundsson,
stofnandi PRODUCT.